Innlent

Hraðþjónusta hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

MYND/Róbert

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður nú upp á sérstaka hraðþjónustu heilsugæslunnar á dagvinnutíma fyrir þá sem eiga við skammtímavanda að etja.

Fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins að með því sé átt við fólk sem er ef til vill að kljást við flensur, sýkingar eða eitthvað þess háttar sem hægt er að greina fljótt og veita viðeigandi meðferð. Hraðmóttakan er opin frá klukkan 08-16 og hægt að panta tíma samdægurs.

Haft er eftir Sigurjóni Kristinssyni, yfirlækni á heilsugæslunni, á vef Víkurfrétta að með þessu sé verið að breyta skipulaginu og auka við þjónustu til að hægt sé að sinna fleiri sjúlkingum. 60 prósent þeirra sem koma á heilsugæsluna nú koma á læknavaktina á meðan 40 prósent koma á dagvinnutíma og reynt sé að snúa því við. Með þessu nýja fyrirkomulag á að vera hægt að sinna 28 sjúklingum aukalega á dag og 140 á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×