Enski boltinn

Ivanovic á leið til Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ivanovic er á leið til Chelsea ef heimildir The Sun eru réttar.
Ivanovic er á leið til Chelsea ef heimildir The Sun eru réttar.

The Sun greinir frá því að serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic sé á leið til Chelsea. Blaðið segir að leikmaðurinn muni koma til London á næstu dögum og skrifa undir samning.

Talið er að Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, muni fá 50 milljónir punda til leikmannakaupa í janúar og hans fyrstu kaup verði Ivanovic á 8,9 milljónir.

Ivanovic er 23 ára gamall og leikur með Lokomotiv í Moskvu. Hann hefur áður verið orðaður við Juventus og Manchester United. Nemanja Vidic, varnarmaður United, ræddi við Sir Alex Ferguson og gaf Ivanovic sín bestu meðmæli.

Ljóst er að fleiri leikmenn verða keyptir til Chelsea í janúar en þar eru nöfn Nicolas Anelka og Dimitar Berbatov mest í umræðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×