Innlent

Vilja að ímynd þjóðarinnar verði kraftur, frelsi og friður

Nefnd á vegum forsætisráðherra skilaði af sér skýrslu í morgun. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að ímynd Íslands í útlöndum sé almennt jákvæð en mjög viðkvæm.

Íslandi virðist almennt vera óþekkt stærð og ímynd landsins byggi fyrst og fremst á upplifun á náttúru en ekki af þjóðinni sjálfri, menningu hennar og atvinnustarfsemi. Þær þjóðir sem hafi hins vegar náð lengst í ímyndaruppbyggingu byggi hana á fjölbreyttum stoðum mannlífs og menningar og einkennum viðkomandi þjóðar.

Nefndin leggur til að kjarninn í ímynd þjóðarinnar verði kraftur, frelsi og friður en að auki sé nauðsynlegt að draga fram þau sérkenni sem greini Íslendinga frá öðrum þjóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×