Innlent

Viðbúnaður vegna lendingar flutningavélar

Slökkvilið og lögregla höfðu töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar flutningavél frá Icelandair Cargo kom þar inn til lendingar.

Nokkru eftir að vélin var lögð af stað frá Keflavík áleiðis til Belgíu í gærkvöldi, kviknaði ljós sem gaf flugmönnmum til kynna að eldur logaði í flutningarýminu og snéru þeir þá strax við og tilkynntu um ástandið.

Tveir flugmenn voru um borð. Lendingin gekk vel og ekki fannst eldur, heldur mun bilun hafa orðið í viðvörunarkerfinu, sem gaf til kynna að eldur væri um borð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×