Enski boltinn

Mourinho boðnir 3 milljarðar í árslaun fyrir að taka við City?

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Sun segist hafa heimildir fyrir því að moldríkir eigendur Manchester City ætli að bjóða Jose Mourinho þjálfara Inter 3 milljarða króna í árslaun ef hann samþykki að taka við enska liðinu.

Sagt er að Mourinho hafi undirritað samkomulag um að vinna ekki á Englandi í amk eitt ár eftir að hann hætti hjá Chelsea, en sá tími er þegar liðinn.

Hinsvegar kemur tæplega til greina að Mourinho hætti á miðri leiktíð hjá Inter þar sem hann er með liðið á toppnum.

Ýmislegt bendir þó til þess að hann sé ekki alveg sáttur á Ítalíu þar sem hann hefur verið að munnhöggvast við aðra þjálfara og blaðamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×