Enski boltinn

Wenger er tapsár

Tony Pulis
Tony Pulis NordicPhotos/GettyImages

Tony Pulis, stjóri Stoke City, segir að starfsbróðir hans Arsene Wenger hjá Arsenal sé tapsár og þvertekur fyrir að Stoke sé gróft knattspyrnulið.

Wenger gagnrýndi leikmenn Stoke harðlega eftir að Arsenal tapaði 2-1 fyrir Stoke á laugardaginn og sagði leikmenn Stoke hafa vísvitandi reynt að meiða sína leikmenn og kallaði þá hugleysingja.

Emmanuel Adebayor og Theo Walcott þurftu að fara meiddir af velli eftir viðskipti sín við leikmenn Stoke og vakti það litla gleði hjá Wenger.

"Það er fólk sem tekur tapi vel og svo eru menn sem eru tapsárir. Ég hef áhyggjur af því að það kunni að hafa áhrif á dómara í framtíðinni ef menn eru að kalla okkur gróft lið," sagði Tony Pulis og sagðist hafa sett sig í samband við yfirmann dómarasamtakanna í ensku úrvalsdeildinni.

"Það er stór munur á því að spila fast eða vera grófur og við erum lið sem spilar fast. Við spiluðum við Manchester City fyrir tveimur vikum síðan og þá fékk ekki einn einasti maður gult spjald. Við breytum ekki hverjir við erum og menn verða að spila fast til að ná árangri í þessari deild. Það er stór munur á því að spila fast eða vera grófur," sagði Pulis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×