Fótbolti

Sigurður tilkynnir hópinn sem mætir Írum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson Mynd/Vilhelm

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, tilkynnti í dag 23 manna hóp sinn fyrir umspilsleikina tvo gegn Írum í undankeppni EM á næsta ári.

Sigurður hefur valið tvo markverði inn í hóp sinn í stað Þóru Helgadóttur markvarðar sem ekki getur spilað vegna veikinda. Hennar skarð fylla þær Guðbjörg Gunnarsdóttir úr Val og Sandra Sigurðardóttir úr Stjörnunni. Guðbjörg er nýlega byrjuð að spila á ný eftir langavarandi meiðsli.

Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðablik og Þórunn Helgadóttir úr KR eru nýliðar í hópnum.

Fyrri leikur þjóðanna í umspilinu fer fram á Írlandi þann 26. október en síðari leikurinn verður á Laugardalsvelli fimmtudaginn 30. október.

Hópurinn:

Markverðir:

María B. Ágústsdóttir, KR

Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan

Guðbjörg Gunnarsdótitr, Valur

Aðrir leikmenn:

Katrín Jónsdóttir, Valur

Edda Garðarsdóttir, KR

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR

Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Dóra Stefánsdóttir, LdB Malmö

Hóllmfríður Magnúsdóttir, KR

Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad

Ásta Árnadóttir, Valur

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, KR

Katrín Ómarsdóttir, KR

Sara Björk Gunnarsdóttir, Breiðablik

Embla Sigríður Grétarsdóttir, KR

Sif Altadóttir, Valur

Rakel Hönnudóttir, Þór/KA

Harpa Þorsteinsdóttir, Breiðablik

Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Valur

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik

Þórunn Helga Jónsdóttir, KR






Fleiri fréttir

Sjá meira


×