Elmo væntanlegur á Reðursafnið 26. maí 2008 14:40 Reðursafnið vekur sífellt meiri athygli út fyrir landsteinana. Sigurður Hjartarson, forstöðumaður Reðursafnsins á Húsavík var í forvitnilegu viðtali á BBC World Service í morgun. Þar fór hann yfir sögu þessa merkilega safns og minntist á mann nokkurn sem hefur ánafnað safninu getnaðarlim sinn. Fleiri hafa raunar gert slíkt hið sama og lofað Sigurði lim sínum eftir sinn dag, en Stan nokkur Underwood bætir um betur, því hann ætlar að senda Sigurði liminn áður en hann deyr. Stan er við hestaheilsu, um sextugt og limur hans gengur víst undir nafninu Elmo. „Já já, hann er með þetta í undirbúningi", segir Sigurður í samtali við Vísi. „Aðgerðin verður víst framkvæmd á Ítalíu í haust og hann er búinn að finna lækni sem ætlar að framkvæma þetta." Sigurður segir að þeir Stan hafi verið í sambandi í á þriðja ár. „Stan kom sjálfur með þessa hugmynd en hann er víst mjög vel byggður", segir Sigurður og hefur eftir Stan að limurinn sé um sjö tommur að lengd. „Þetta er vænsti gripur og hann heitir víst Elmo. Stan var með átta húðflúr á Elmo sem hann er núna að láta fjarlægja með leysigeysla meðferð," segir Sigurður. „Að minni tillögu ætlar hann að láta gera stóran amerískan fána á tólið áður en það verður tekið af og sett á safnið." Ef menn velta því fyrir sér hvað rekur Stan áfram í þessum leiðangri sínum segir Sigurður að hann hafi sagt sér að hann sé búinn að nota hann nógu mikið um æfina. „Hann er þrígiftur og jafn oft fráskilinn. Honum er afar hlýtt til Elmo og í þennan tíma sem ég hef þekkt hann hefur hann eiginlega ekki talað um annað en typpið á sér," segir Sigurður Hjartarson, forstöðumaður, sem bíður í ofvæni eftir nýjasta sýningargripnum. Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Sjá meira
Sigurður Hjartarson, forstöðumaður Reðursafnsins á Húsavík var í forvitnilegu viðtali á BBC World Service í morgun. Þar fór hann yfir sögu þessa merkilega safns og minntist á mann nokkurn sem hefur ánafnað safninu getnaðarlim sinn. Fleiri hafa raunar gert slíkt hið sama og lofað Sigurði lim sínum eftir sinn dag, en Stan nokkur Underwood bætir um betur, því hann ætlar að senda Sigurði liminn áður en hann deyr. Stan er við hestaheilsu, um sextugt og limur hans gengur víst undir nafninu Elmo. „Já já, hann er með þetta í undirbúningi", segir Sigurður í samtali við Vísi. „Aðgerðin verður víst framkvæmd á Ítalíu í haust og hann er búinn að finna lækni sem ætlar að framkvæma þetta." Sigurður segir að þeir Stan hafi verið í sambandi í á þriðja ár. „Stan kom sjálfur með þessa hugmynd en hann er víst mjög vel byggður", segir Sigurður og hefur eftir Stan að limurinn sé um sjö tommur að lengd. „Þetta er vænsti gripur og hann heitir víst Elmo. Stan var með átta húðflúr á Elmo sem hann er núna að láta fjarlægja með leysigeysla meðferð," segir Sigurður. „Að minni tillögu ætlar hann að láta gera stóran amerískan fána á tólið áður en það verður tekið af og sett á safnið." Ef menn velta því fyrir sér hvað rekur Stan áfram í þessum leiðangri sínum segir Sigurður að hann hafi sagt sér að hann sé búinn að nota hann nógu mikið um æfina. „Hann er þrígiftur og jafn oft fráskilinn. Honum er afar hlýtt til Elmo og í þennan tíma sem ég hef þekkt hann hefur hann eiginlega ekki talað um annað en typpið á sér," segir Sigurður Hjartarson, forstöðumaður, sem bíður í ofvæni eftir nýjasta sýningargripnum.
Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Sjá meira