Fótbolti

Gerrard meiddur - Missir af Þjóðverjaleiknum

Gareth Barry gæti tekið stöðu Gerrard í enska landsliðinu
Gareth Barry gæti tekið stöðu Gerrard í enska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Enska landsliðið varð í dag fyrir enn einni blóðtökunni fyrir æfingaleikinn gegn Þjóðverjum á miðvikudaginn. Steven Gerrard fyrirliði Liverpool er meiddur á læri og verður ekki með enska liðinu.

Talsmaður Liverpool greindi frá því á heimasíðu félagsins að leikmaðurinn væri með rifinn vöðva í fæti og yrði því frá keppni í sjö til tíu daga.

Þetta þýðir væntanlega að Gerrard sé tæpur fyrir Evrópuleik Liverpool gegn Marseille og deildarleik við Fulham sem eru á dagskrá liðsins á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×