Enski boltinn

Meiðsli Rooney ekki alvarleg

Rooney meiddist í Evrópuleik með United í vikunni
Rooney meiddist í Evrópuleik með United í vikunni NordicPhotos/GettyImages

Ökklameiðsli framherjans Wayne Rooney hjá Manchester United eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu og mun hann verða klár í slaginn með enska landsliðinu fyrir leikina 11. og 15. október.

Í tilkynningu frá United segir að Rooney verði þó að teljast ólíklegur í að ná leik liðsins gegn Blackburn í úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Enska landsliðið, sem vann sigur í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM, mætir Kasakstan heima 11. okt og svo Hvít-Rússum fjórum dögum síðar á útivelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×