Enski boltinn

Grétar Rafn: Tímabilið hefst núna

NordicPhotos/GettyImages

Grétar Rafn Steinsson segir að meira búi í liði Bolton en undanfarin úrslit gefi til kynna. Bolton hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í úrvalsdeildinni.

Þessi þróun hefur vakið ótta hjá stuðningsmönnunum um að leiktíðin eigi eftir að snúast um fallbaráttu, en Grétar hefur fulla trú á sínum mönnum.

"Ef við tökum út 15 mínútna kafla gegn Arsenal þegar við fengum á okkur mörkin og skoðum svo leikinn við Manchester United áður en við fengum á okkur vítaspyrnuna, má glöggt sjá að liðið er að spila ágætlega," sagði Grétar á heimasíðu félagsins.

"Við erum með líkamlega sterka leikmenn og getum beitt skyndisóknum og það eina sem við þurfum að gera er að standa saman. Við verðum bara að byrja upp á nýtt og sjá hvað við getum í næstu leikjum. Við stóðum okkur vel gegn liðunum á topp fjögur og nú verðum við að fara til London og mæta West Ham með fullu sjálfstrausti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×