Fólkið í blokkinni 9. október 2008 04:00 Leiklist. Fólkið í blokkinni. Grímur Bjarnason Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni. Áhorfendur eiga þó von á allt annarri upplifun því þeim verður ekki vísað til sætis í salnum, líkt og venjan er, heldur hefur sérstökum áhorfendapöllum verið komið fyrir á sviðinu sjálfu en leikið verður á hliðarsviði og baksviði. Heldur þar áfram tilraunum sem Kjartan Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir gerðu á síðustu öld til að nýta hin miklu hliðarrými Stóra sviðsins fyrir áhorfendasvæði, en nú verða leikhúsgestir settir á hringsviðið og þeim keyrt milli leiksvæða með snúningi. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir fjölda landsþekktra leikara í uppsetningunni, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en tónlist verksins er flutt af Geirfuglunum. Nú þegar hefur fjöldi kortagesta valið sýninguna í áskrift en á þessu hausti hefur met verið slegið í sölu árskorta á verkefnaskrá Leikfélagsins. Uppselt á yfir 25 sýningarkvöld og stefnir hraðbyri í fína aðsókn, en verk Ólafs eiga trygga aðdáendur. Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjaldbökuna í baðkarinu? Aðdáendur Ólafs Hauks þekkja efniviðinn af tveimur hljómplötum og einu smásagnasafni. Ólafur hefur lengi unnið með þessar smámyndir og komið þeim íjafn ólíka miðla og dægurlagið og hljómdiskinn með skondnum lögum sínum, en nú holdgervast sumar þeirra á stóra sviðinu. Hann hefur á farsælum ferli skrifað sig inn í hjarta þjóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglögum. Auk leiksýningarinnar stendur til að framleiða sjónvarpsþætti um ævintýri fólksins. Fyrir skemmstu fékk framleiðslufyrirtækið Pegasus handritsstyrk til að vinna 12 þátta seríu upp úr sögum Ólafs. Leikstjóri verksins verður Kristófer Dignus sem einnig skrifar handrit í samvinnu við Ólaf Hauk. Aðstandendur sýningarinnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir. Leikmynd gerir Vytautas Narbutas en Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir. Hljóðstjórn annast Sigurvald Ívar Helgason en búninga gerir Filippía I. Elísdóttir. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni. Áhorfendur eiga þó von á allt annarri upplifun því þeim verður ekki vísað til sætis í salnum, líkt og venjan er, heldur hefur sérstökum áhorfendapöllum verið komið fyrir á sviðinu sjálfu en leikið verður á hliðarsviði og baksviði. Heldur þar áfram tilraunum sem Kjartan Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir gerðu á síðustu öld til að nýta hin miklu hliðarrými Stóra sviðsins fyrir áhorfendasvæði, en nú verða leikhúsgestir settir á hringsviðið og þeim keyrt milli leiksvæða með snúningi. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir fjölda landsþekktra leikara í uppsetningunni, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en tónlist verksins er flutt af Geirfuglunum. Nú þegar hefur fjöldi kortagesta valið sýninguna í áskrift en á þessu hausti hefur met verið slegið í sölu árskorta á verkefnaskrá Leikfélagsins. Uppselt á yfir 25 sýningarkvöld og stefnir hraðbyri í fína aðsókn, en verk Ólafs eiga trygga aðdáendur. Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjaldbökuna í baðkarinu? Aðdáendur Ólafs Hauks þekkja efniviðinn af tveimur hljómplötum og einu smásagnasafni. Ólafur hefur lengi unnið með þessar smámyndir og komið þeim íjafn ólíka miðla og dægurlagið og hljómdiskinn með skondnum lögum sínum, en nú holdgervast sumar þeirra á stóra sviðinu. Hann hefur á farsælum ferli skrifað sig inn í hjarta þjóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglögum. Auk leiksýningarinnar stendur til að framleiða sjónvarpsþætti um ævintýri fólksins. Fyrir skemmstu fékk framleiðslufyrirtækið Pegasus handritsstyrk til að vinna 12 þátta seríu upp úr sögum Ólafs. Leikstjóri verksins verður Kristófer Dignus sem einnig skrifar handrit í samvinnu við Ólaf Hauk. Aðstandendur sýningarinnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sara Marti Guðmundsdóttir. Leikmynd gerir Vytautas Narbutas en Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir. Hljóðstjórn annast Sigurvald Ívar Helgason en búninga gerir Filippía I. Elísdóttir.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira