Kindum Büchels stolið eða slátrað Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2008 06:00 Verk Christofs Büchel, 2x3 metrar, var prentað á segldúk og því komið fyrir á Hjörleifshöfða en hefur verið skorið niður af óprúttnum aðilum. Björn Roth segir vel koma til greina að kæra til lögreglu stuld á undeildu verki Christofs Büchel sem skorið var niður af ramma sínum á Hjörleifshöfða. „Við viljum líta svo á að um tugmilljóna stuld sé að ræða,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli. Verk hins heimsþekkta svissnesska listamanns, Christof Büchel, hafa vakið mikla athygli hér á landi en þar fjallar hann meðal annars um rasisma. Miklar innsetningar, eða veggspjöld prentuð á segldúk, 2x3 metrar, voru sett upp við Hvalfjarðargöng og svo tvö við Hjörleifshöfða. Nýverið rauk einhver til og skar verkin af römmum sínum þau sem voru á Hjörleifshöfða og haft á brott með sér. Mynd Büchels sýnir þrjár hvítar kindur stugga við einni svartri og hefur uppsetning þess kveikt viðbrögð. Meðal annars hafa starfsmenn borgarinnar farið til að rífa niður auglýsingaplaköt þar sem sjá má myndina. Gaui litli kom að uppsetningu verkanna og segir aðeins tvennt í stöðunni hvað varðar Hjörleifsverkin: Annað hvort hafi hreinlega einhver brjálæðingurinn, sem misskilur inntak verksins, rokið til, með hnífinn á lofti og fjarlægt verkið í pólitísku fári eða þá að þarna hafi einhver vafasamur listaverkasafnari verið á ferð. „Jahh, þetta gæti þess vegna dúkkað upp á Ebay. Hvað veit maður? Büchel er heimsþekktur listamaður. Talinn einn efnilegast listamaður samtímans og meta má verk hans á milljónir,” segir Gaui litli. Innsetningar Büchels eru liður í verkefninu Ferðalag/Journey sem er á vegum Listahátíðar og Björn Roth stjórnar. „Er Christof búinn að gera allt vitlaust? Já, eða landinn öllu heldur þó Christof hafi „startað” þessu,“ segir Björn. Hann segir að í sínum huga sé í raun ekki myndirnar, plakötin og skiltin sem séu hið eiginlega listaverk heldur viðbrögðin sem slík. „Fólk bregst við á mismunandi hátt. Í kjölfar þess að fjallað var um í sjónvarpsfréttum þegar plakötin voru rifin niður rauk kona ein út og fór að rífa niður plaköt. Aðspurð af hverju sagði hún: Sjónvarpið sagði það.“ Björn Roth segir vel koma til greina að kæra stuldinn á Hjörleifshöfða til lögreglu. „Og hvar endar þetta þá? Christof sjálfur vill ekki tjá sig um þetta á þessu stigi. Segir þetta verð að hafa sinn gang. Hann segir bara: Sjáum hvað verða vill. Sum verka hans eru pólitísk. Hann hefur gaman að því,“ segir Björn Roth. Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Björn Roth segir vel koma til greina að kæra til lögreglu stuld á undeildu verki Christofs Büchel sem skorið var niður af ramma sínum á Hjörleifshöfða. „Við viljum líta svo á að um tugmilljóna stuld sé að ræða,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli. Verk hins heimsþekkta svissnesska listamanns, Christof Büchel, hafa vakið mikla athygli hér á landi en þar fjallar hann meðal annars um rasisma. Miklar innsetningar, eða veggspjöld prentuð á segldúk, 2x3 metrar, voru sett upp við Hvalfjarðargöng og svo tvö við Hjörleifshöfða. Nýverið rauk einhver til og skar verkin af römmum sínum þau sem voru á Hjörleifshöfða og haft á brott með sér. Mynd Büchels sýnir þrjár hvítar kindur stugga við einni svartri og hefur uppsetning þess kveikt viðbrögð. Meðal annars hafa starfsmenn borgarinnar farið til að rífa niður auglýsingaplaköt þar sem sjá má myndina. Gaui litli kom að uppsetningu verkanna og segir aðeins tvennt í stöðunni hvað varðar Hjörleifsverkin: Annað hvort hafi hreinlega einhver brjálæðingurinn, sem misskilur inntak verksins, rokið til, með hnífinn á lofti og fjarlægt verkið í pólitísku fári eða þá að þarna hafi einhver vafasamur listaverkasafnari verið á ferð. „Jahh, þetta gæti þess vegna dúkkað upp á Ebay. Hvað veit maður? Büchel er heimsþekktur listamaður. Talinn einn efnilegast listamaður samtímans og meta má verk hans á milljónir,” segir Gaui litli. Innsetningar Büchels eru liður í verkefninu Ferðalag/Journey sem er á vegum Listahátíðar og Björn Roth stjórnar. „Er Christof búinn að gera allt vitlaust? Já, eða landinn öllu heldur þó Christof hafi „startað” þessu,“ segir Björn. Hann segir að í sínum huga sé í raun ekki myndirnar, plakötin og skiltin sem séu hið eiginlega listaverk heldur viðbrögðin sem slík. „Fólk bregst við á mismunandi hátt. Í kjölfar þess að fjallað var um í sjónvarpsfréttum þegar plakötin voru rifin niður rauk kona ein út og fór að rífa niður plaköt. Aðspurð af hverju sagði hún: Sjónvarpið sagði það.“ Björn Roth segir vel koma til greina að kæra stuldinn á Hjörleifshöfða til lögreglu. „Og hvar endar þetta þá? Christof sjálfur vill ekki tjá sig um þetta á þessu stigi. Segir þetta verð að hafa sinn gang. Hann segir bara: Sjáum hvað verða vill. Sum verka hans eru pólitísk. Hann hefur gaman að því,“ segir Björn Roth.
Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira