Kindum Büchels stolið eða slátrað Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2008 06:00 Verk Christofs Büchel, 2x3 metrar, var prentað á segldúk og því komið fyrir á Hjörleifshöfða en hefur verið skorið niður af óprúttnum aðilum. Björn Roth segir vel koma til greina að kæra til lögreglu stuld á undeildu verki Christofs Büchel sem skorið var niður af ramma sínum á Hjörleifshöfða. „Við viljum líta svo á að um tugmilljóna stuld sé að ræða,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli. Verk hins heimsþekkta svissnesska listamanns, Christof Büchel, hafa vakið mikla athygli hér á landi en þar fjallar hann meðal annars um rasisma. Miklar innsetningar, eða veggspjöld prentuð á segldúk, 2x3 metrar, voru sett upp við Hvalfjarðargöng og svo tvö við Hjörleifshöfða. Nýverið rauk einhver til og skar verkin af römmum sínum þau sem voru á Hjörleifshöfða og haft á brott með sér. Mynd Büchels sýnir þrjár hvítar kindur stugga við einni svartri og hefur uppsetning þess kveikt viðbrögð. Meðal annars hafa starfsmenn borgarinnar farið til að rífa niður auglýsingaplaköt þar sem sjá má myndina. Gaui litli kom að uppsetningu verkanna og segir aðeins tvennt í stöðunni hvað varðar Hjörleifsverkin: Annað hvort hafi hreinlega einhver brjálæðingurinn, sem misskilur inntak verksins, rokið til, með hnífinn á lofti og fjarlægt verkið í pólitísku fári eða þá að þarna hafi einhver vafasamur listaverkasafnari verið á ferð. „Jahh, þetta gæti þess vegna dúkkað upp á Ebay. Hvað veit maður? Büchel er heimsþekktur listamaður. Talinn einn efnilegast listamaður samtímans og meta má verk hans á milljónir,” segir Gaui litli. Innsetningar Büchels eru liður í verkefninu Ferðalag/Journey sem er á vegum Listahátíðar og Björn Roth stjórnar. „Er Christof búinn að gera allt vitlaust? Já, eða landinn öllu heldur þó Christof hafi „startað” þessu,“ segir Björn. Hann segir að í sínum huga sé í raun ekki myndirnar, plakötin og skiltin sem séu hið eiginlega listaverk heldur viðbrögðin sem slík. „Fólk bregst við á mismunandi hátt. Í kjölfar þess að fjallað var um í sjónvarpsfréttum þegar plakötin voru rifin niður rauk kona ein út og fór að rífa niður plaköt. Aðspurð af hverju sagði hún: Sjónvarpið sagði það.“ Björn Roth segir vel koma til greina að kæra stuldinn á Hjörleifshöfða til lögreglu. „Og hvar endar þetta þá? Christof sjálfur vill ekki tjá sig um þetta á þessu stigi. Segir þetta verð að hafa sinn gang. Hann segir bara: Sjáum hvað verða vill. Sum verka hans eru pólitísk. Hann hefur gaman að því,“ segir Björn Roth. Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Sjá meira
Björn Roth segir vel koma til greina að kæra til lögreglu stuld á undeildu verki Christofs Büchel sem skorið var niður af ramma sínum á Hjörleifshöfða. „Við viljum líta svo á að um tugmilljóna stuld sé að ræða,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli. Verk hins heimsþekkta svissnesska listamanns, Christof Büchel, hafa vakið mikla athygli hér á landi en þar fjallar hann meðal annars um rasisma. Miklar innsetningar, eða veggspjöld prentuð á segldúk, 2x3 metrar, voru sett upp við Hvalfjarðargöng og svo tvö við Hjörleifshöfða. Nýverið rauk einhver til og skar verkin af römmum sínum þau sem voru á Hjörleifshöfða og haft á brott með sér. Mynd Büchels sýnir þrjár hvítar kindur stugga við einni svartri og hefur uppsetning þess kveikt viðbrögð. Meðal annars hafa starfsmenn borgarinnar farið til að rífa niður auglýsingaplaköt þar sem sjá má myndina. Gaui litli kom að uppsetningu verkanna og segir aðeins tvennt í stöðunni hvað varðar Hjörleifsverkin: Annað hvort hafi hreinlega einhver brjálæðingurinn, sem misskilur inntak verksins, rokið til, með hnífinn á lofti og fjarlægt verkið í pólitísku fári eða þá að þarna hafi einhver vafasamur listaverkasafnari verið á ferð. „Jahh, þetta gæti þess vegna dúkkað upp á Ebay. Hvað veit maður? Büchel er heimsþekktur listamaður. Talinn einn efnilegast listamaður samtímans og meta má verk hans á milljónir,” segir Gaui litli. Innsetningar Büchels eru liður í verkefninu Ferðalag/Journey sem er á vegum Listahátíðar og Björn Roth stjórnar. „Er Christof búinn að gera allt vitlaust? Já, eða landinn öllu heldur þó Christof hafi „startað” þessu,“ segir Björn. Hann segir að í sínum huga sé í raun ekki myndirnar, plakötin og skiltin sem séu hið eiginlega listaverk heldur viðbrögðin sem slík. „Fólk bregst við á mismunandi hátt. Í kjölfar þess að fjallað var um í sjónvarpsfréttum þegar plakötin voru rifin niður rauk kona ein út og fór að rífa niður plaköt. Aðspurð af hverju sagði hún: Sjónvarpið sagði það.“ Björn Roth segir vel koma til greina að kæra stuldinn á Hjörleifshöfða til lögreglu. „Og hvar endar þetta þá? Christof sjálfur vill ekki tjá sig um þetta á þessu stigi. Segir þetta verð að hafa sinn gang. Hann segir bara: Sjáum hvað verða vill. Sum verka hans eru pólitísk. Hann hefur gaman að því,“ segir Björn Roth.
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Sjá meira