Brasilíski framherjinn Ronaldo segist enn ekki vera búinn að útiloka að leggja skóna á hilluna.
Ronaldo var látinn fara frá Milan í júní í sumar og er enn að jafna sig eftir stóran hnéuppskurð.
Hinn 32 ára gamla markamaskína spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma í vikunni þegar hann kom við sögu í góðgerðaleik.
"Ég veit ekki hvort ég held áfram eða hætti. Ég hef ekki ákveðið það enn og er ekkert að flýta mér. Ég vil bara ná mér að fullu fyrst, " sagði Ronaldo.
"Ég gæti tekið ákvörðun á morgun en kannski ekki fyrr en í næsta mánuði."