Ólafur: Ánægður með hugarfar leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2008 17:12 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/E. Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagðist vera ánægður með sigur sinna manna gegn Möltu ytra í dag. Heiðar Helguson skoraði sigurmark leiksins í síðari hálfleik. „Við vorum með undirtökin lengst af í þessum leik," sagði Ólafur í samtali við Vísi. „Þeir náðu að setja smá pressu á okkur síðustu mínútur leiksins en annars vorum við betri í leiknum." „Helst var að okkur gekk illa að skapa færi og þar með skora. Þetta mark sem þó kom var hálf klaufalegt af hálfu Maltverjanna. Við settum smá pressu á þá og þegar varnarmaður þeirra fór upp í skallaeinvígi skallaði hann boltann aftur fyrir sig. Þar var Heiðar og kláraði færið mjög vel." „Ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa unnið leikinn. Maður á aldrei að geta sagt að maður eigi að vinna ákveðin lið en ég tel að við eigum að vera með betra lið en þeir. Hugarfarið hefur líka stundum verið rangt hjá leikmönnum fyrir slíka leiki en svo var ekki í dag. Ég var mjög ánægður með hugarfar leikmanna. Þetta var svo sem enginn glansleikur en það var mjög gott að leikmenn kláruðu verkefnið með sóma." Nokkrir leikmenn sem fá tækifæri hafa fengið hjá landsliðinu að undanförnu fengu að spreyta sig í dag, svo sem Sölvi Geir Ottesen og Garðar Jóhannesson sem kom inn á sem varamaður. „Ég var mjög ánægður með þeirra frammistöðu í dag. Þetta gaf ákveðna mynd af þeirra getu. Þeir stóðu sig vel." Þann 21. nóvember í fyrra stýrði Ólafur sínum fyrsta landsleik er Ísland tapaði fyrir Danmörku ytra, 3-0, í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2008. Ólafur segir að hann sé ánægður með sitt fyrsta ár í starfi en liðið hefur leikið tólf landsleiki á árinu sem er óvenjulega mikið. „Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega, þó það séu alltaf einhverjir plúsar og mínusar. Ég tók þá ákvörðun þegar ég byrjaði að ég myndi prófa mikið af mönnum enda nokkur hundruð leikmenn sem eru gjaldgengir í landsliðið." „Ég var ánægður með þá ákvörðun. Þó ég hafi vitað um getu margra knattspyrnumanna skiptir karakter og persónuleiki líka máli." Og hann stefnir á að halda áfram á sömu braut á næsta ári. „Við munum halda áfram okkar vinnu og að byggja upp landsliðið. Það eina sem er ákveðið fyrir næsta ár eru fjórir leikir í undankeppni HM en nú förum við á fullt með að finna æfingaleiki sem ég tel mjög mikilvægan hluta af mínu starfi. Það eru margir leikmenn sem þurfa að fá að spila sem mest með landsliðinu og fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Til þess eru æfingaleikir frábærir og alveg nauðsynlegir." Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagðist vera ánægður með sigur sinna manna gegn Möltu ytra í dag. Heiðar Helguson skoraði sigurmark leiksins í síðari hálfleik. „Við vorum með undirtökin lengst af í þessum leik," sagði Ólafur í samtali við Vísi. „Þeir náðu að setja smá pressu á okkur síðustu mínútur leiksins en annars vorum við betri í leiknum." „Helst var að okkur gekk illa að skapa færi og þar með skora. Þetta mark sem þó kom var hálf klaufalegt af hálfu Maltverjanna. Við settum smá pressu á þá og þegar varnarmaður þeirra fór upp í skallaeinvígi skallaði hann boltann aftur fyrir sig. Þar var Heiðar og kláraði færið mjög vel." „Ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa unnið leikinn. Maður á aldrei að geta sagt að maður eigi að vinna ákveðin lið en ég tel að við eigum að vera með betra lið en þeir. Hugarfarið hefur líka stundum verið rangt hjá leikmönnum fyrir slíka leiki en svo var ekki í dag. Ég var mjög ánægður með hugarfar leikmanna. Þetta var svo sem enginn glansleikur en það var mjög gott að leikmenn kláruðu verkefnið með sóma." Nokkrir leikmenn sem fá tækifæri hafa fengið hjá landsliðinu að undanförnu fengu að spreyta sig í dag, svo sem Sölvi Geir Ottesen og Garðar Jóhannesson sem kom inn á sem varamaður. „Ég var mjög ánægður með þeirra frammistöðu í dag. Þetta gaf ákveðna mynd af þeirra getu. Þeir stóðu sig vel." Þann 21. nóvember í fyrra stýrði Ólafur sínum fyrsta landsleik er Ísland tapaði fyrir Danmörku ytra, 3-0, í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2008. Ólafur segir að hann sé ánægður með sitt fyrsta ár í starfi en liðið hefur leikið tólf landsleiki á árinu sem er óvenjulega mikið. „Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega, þó það séu alltaf einhverjir plúsar og mínusar. Ég tók þá ákvörðun þegar ég byrjaði að ég myndi prófa mikið af mönnum enda nokkur hundruð leikmenn sem eru gjaldgengir í landsliðið." „Ég var ánægður með þá ákvörðun. Þó ég hafi vitað um getu margra knattspyrnumanna skiptir karakter og persónuleiki líka máli." Og hann stefnir á að halda áfram á sömu braut á næsta ári. „Við munum halda áfram okkar vinnu og að byggja upp landsliðið. Það eina sem er ákveðið fyrir næsta ár eru fjórir leikir í undankeppni HM en nú förum við á fullt með að finna æfingaleiki sem ég tel mjög mikilvægan hluta af mínu starfi. Það eru margir leikmenn sem þurfa að fá að spila sem mest með landsliðinu og fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Til þess eru æfingaleikir frábærir og alveg nauðsynlegir."
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu