Enski boltinn

Keane í viðræður um nýjan samning

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roy Keane.
Roy Keane.

Niall Quinn, stjórnarformaður Sunderland, segist fullviss um að félagið geti svalað metnaði knattspyrnustjórans Roy Keane. Sunderland hefur hafið viðræður við Keane um nýjan samning.

Keane hefur náð að festa Sunderland í sessi í úrvalsdeildinni en hann er nú á síðasta ári samnings síns. Hann hefur sagt að hann sé ekkert stressaður yfir framtíð sinni.

„Fjölmiðlar virðast hafa meiri áhyggjur af þessu en ég," sagði Quinn. „Síðasta föstudag þá hafði ég samband við umboðsmann Keane og bað um að hefja viðræður um nýjan samning. Við erum með stóra áætlun sem ég hef kynnt fyrir Roy."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×