Enski boltinn

Toure: Ég var hræddur við Hull

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Kolo Toure hjá Arsenal hefur viðurkennt að hann hafi verið óttasleginn fyrir leik liðsins gegn Hull á dögunum.

Hann segir ástæðuna vera þá staðreynd að allir ákveði fyrirfram að Arsenal eigi að vinna auðvelda sigra gegn minni spámönnum í úrvalsdeildinni. Sú sé hreint ekki raunin.

"Ég var óttasleginn fyrir þennan leik. Stundum heldur fólk að það geti spilað þessa leiki sjálft og að leikir eins og þessi sjái um sig sjálfir. Það er hinsvegar ekki rétt. Það eru engin smálið í ensku úrvalsdeildinni," sagði varnarmaðurinn.

"Á móti Manchester United búast allir við jöfnum leik en þegar við spilum við lið eins og Hull halda allir að við skorum á fyrstu mínútu og klárum dæmið. Þannig er þetta ekki og ég var óttasleginn fyrir leikinn gegn Hull af því það er ekki til neitt sem heitir auðveldur leikur í ensku úrvalsdeildinni," sagði Toure.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×