Enski boltinn

Scholes á góðum batavegi

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United gæti snúið mun fyrr til baka úr meiðslum sínum en áætlað var ef marka má frátt breska blaðsins Sun í dag.

Þar er haft eftir heimildamanni blaðsins að Scholes sé farinn að æfa nokkuð vel og hafi bæði tekið spretti og sparkað í bolta á æfingu í gær.

Scholes meiddist á hné í síðasta mánuði og óttast var að hann yrði frá keppni fram á næsta ár.

Því er haldið fram að Scholes gæti jafnvel byrjað að æfa á fullu eftir um það bil tíu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×