Enski boltinn

Drogba til rannsóknar vegna peningakasts

Hér má sjá Drogba kasta peningnum upp í stúku
Hér má sjá Drogba kasta peningnum upp í stúku AFP

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, gæti átt yfir höfuð sér kæru frá enska knattspyrnusambandinu eftir atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Burnley í deildarbikarnum í gær.

Drogba skoraði fyrsta mark leiksins í gær en brást illa við þegar smápeningi var kastað inn á völlinn og kastaði honum til baka. Einnig virtist hann sýna látbragð í átt til áhorfenda, en svona hlutir eru litnir alvarlegum augum hjá knattspyrnusambandinu.

Drogba baðst afsökunar á atvikinu en nú verður Chelsea að bíða eftir skýrslu dómara um atvikið. Lögregla staðfesti einnig að atvikið yrði tekið til rannsóknar.

Chelsea tapaði leiknum í vítakeppni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×