Borgarráð vill lög til að banna nektardans 28. ágúst 2008 12:45 Vegas er til húsa á horni Frakkastígs og Laugavegar. Borgarráð samþykkti sameiginlega tillögu á fundi sínum í dag þar sem skorað er á Alþingi að gera þær breytingar sem þarf á lagaumhverfinu til að koma megi í veg fyrir starfsemi veitingastaða sem bjóða upp á nektardans. Á sama fundi voru teknar fyrir umsagnir um veitingastaðina Vegas og Óðal þar sem gefin er heimild til þess að staðirnir bjóði upp á nektardans. Borgarfulltrúar VG og Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu í borgarráði þar sem eindregið var lagst gegn því að heimila nektardans á fyrrgreindum veitingastöðum. Meirihlutinn í borgarráði felldi þá tillögu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Svandísi Svavarsdóttur borgarfulltrúa VG. Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald veitir lögreglustjóri leyfi til reksturs veitingastaða í Reykjavík og skal hann leita umsagna, meðal annars frá Reykjavíkurborg. Í umsögn sinni á borgin að staðfesta hvort afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lúti að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segi til um. Svandís Svavarsdóttir segir að í sameiginlegu tillögunni felist stórtíðindi. „Þetta eru stórtíðindi ef marka má fyrri umræðu hægri manna um nektardans og meint atvinnufrelsi tengt slíkri starfsemi," segir Svandís. Ályktunartillagan er svohljóðandi: Nýlegur úrskurður dómsmálaráðuneytisins varðandi nektardans á veitingastaðnum Goldfinger í Kópavogi vekur áleitnar spurningar um hvort 4. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2007, sem kveður á um bann við slíkri starfsemi, sé gagnslítil. Í borgarstjórn ríkir þverpólitísk samstaða um að vinna beri gegn klámvæðingu því skorar borgarráð á Alþingi Íslendinga að breyta lögum þannig að sem fyrst fáist skýrar lagaheimildir til að koma í veg fyrir starfsemi nektardansstaða. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Borgarráð samþykkti sameiginlega tillögu á fundi sínum í dag þar sem skorað er á Alþingi að gera þær breytingar sem þarf á lagaumhverfinu til að koma megi í veg fyrir starfsemi veitingastaða sem bjóða upp á nektardans. Á sama fundi voru teknar fyrir umsagnir um veitingastaðina Vegas og Óðal þar sem gefin er heimild til þess að staðirnir bjóði upp á nektardans. Borgarfulltrúar VG og Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu í borgarráði þar sem eindregið var lagst gegn því að heimila nektardans á fyrrgreindum veitingastöðum. Meirihlutinn í borgarráði felldi þá tillögu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Svandísi Svavarsdóttur borgarfulltrúa VG. Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald veitir lögreglustjóri leyfi til reksturs veitingastaða í Reykjavík og skal hann leita umsagna, meðal annars frá Reykjavíkurborg. Í umsögn sinni á borgin að staðfesta hvort afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lúti að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segi til um. Svandís Svavarsdóttir segir að í sameiginlegu tillögunni felist stórtíðindi. „Þetta eru stórtíðindi ef marka má fyrri umræðu hægri manna um nektardans og meint atvinnufrelsi tengt slíkri starfsemi," segir Svandís. Ályktunartillagan er svohljóðandi: Nýlegur úrskurður dómsmálaráðuneytisins varðandi nektardans á veitingastaðnum Goldfinger í Kópavogi vekur áleitnar spurningar um hvort 4. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2007, sem kveður á um bann við slíkri starfsemi, sé gagnslítil. Í borgarstjórn ríkir þverpólitísk samstaða um að vinna beri gegn klámvæðingu því skorar borgarráð á Alþingi Íslendinga að breyta lögum þannig að sem fyrst fáist skýrar lagaheimildir til að koma í veg fyrir starfsemi nektardansstaða.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?