Ætlar að syngja á íslensku 4. desember 2008 05:00 Alan Jones söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í X-factor keppninni í fyrra og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Fréttablaðið/stefán „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi. Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi.
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira