Ætlar að syngja á íslensku 4. desember 2008 05:00 Alan Jones söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í X-factor keppninni í fyrra og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Fréttablaðið/stefán „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“