Þjálfari Íra öskureiður: Þvílíkt virðingarleysi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 22:26 Noel King, þjálfari Íra. Mynd/Daníel Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt." Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt."
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira