Fótbolti

Vanmat Hollendinga er von íslenska liðsins

Pétur Pétursson
Pétur Pétursson Mynd/Anton Brink
"Ég er alveg sannfærður um það að hollenska liðið telur okkur ekki vera mikla fyrirstöðu," sagði Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í leik liðanna í undankeppni HM í knattspyrnu á morgun.

Pétur er öllum hnútum kunnugur í Hollandi eftir að hafa leikið þar sem atvinnumaður. Hann reiknar með því að heimamenn mæti nokkuð hrokafullir til leiks á morgun.

"Ég er ansi hræddur um að þeirra leikmenn fari út á völlinn með þessu hugarfari. Ég veit ekki hvort á að kalla það hroka eða eitthvað annað - en hollenska liðið er bara svona. Ég held að reikni ekki margir með því að við spilum góðan leik á móti svona þjóð og það er kannski tækifæri sem við verðum að nýta," sagði Pétur.

"Við munum leggja upp með ákveðna taktík á móti Hollendingunum og leikmenn reyna að fara eftir henni. Það á ekkert að koma okkur sérstaklega á óvart hjá þessu liði, en við vitum það líka að hollensku leikmennirnir eru að spila með bestu liðum í heiminum," sagði Pétur.

Við spurðum hann hverjir væru helstu styrkleikar hollenska liðsins og hvernig væri helst að bregðast við þeim.

"Þeir eru rosalega góðir á boltann og eru með frábæran leikskilningi, en svo eru líka margir leikmenn í þessu liði sem gera eitthvað alveg óvænt í hverjum leik. Það er mjög erfitt að eiga við svona menn. Hollendingarnir vilja sækja stíft en áhorfendur verða líka óþolinmóðir og gætu alveg farið að baula á þá ef þeir verða ekki búnir að skora eftir 10 mínútur. Ég hugsa að við fáum meiri tíma til að spila boltanum á móti Hollendingum og ef þær sækja stíft, gæti það gefið okkur góð færi á að ná að skora á þá. Það versta sem gæti komið fyrir væri líklega ef þeir ná að skora snemma, því það er líklega erfiðara að jafna á móti Hollandi en Noregi," sagði Pétur og vísaði til leik íslenska liðsins í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×