Innlent

Flugvél Icelandair snúið við vegna eldboðs

MYND/Víkufréttir/Páll Ketilsson

Flugvél á vegum Icelandair Cargo lenti á Keflavíkurflugvelli á tíunda tímanum í kvöld eftir að henni hafði verið snúið við á leið sinni til Belgíu.

Vélin fór frá Keflavík kl. 20 en fljótlega eftir flugtak fengu flugmenn boð um að eldur væri laus í vélinni. Var henni snúið við og lent í Keflavík. Talsverður viðbúnaður var í Keflavík þegar vélin kom til baka. Engin hætta reyndist á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×