Innlent

Segir verðbólgumarkmið muni nást um mitt næsta ár

Forsætisráðherra segir að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð um mitt næsta ár. Hann segir alþjóðasamfélagið þurfa að taka höndum saman til að koma í veg fyrir að spákaupmenn geti skaða efnahagslíf þjóða.

Fjölmiðlar á Íslandi sem og í öðrum löndum hafa sýnt íslensku efnahagslífi mikinn áhuga. Ástandið á mörkuðum hafa verið áhyggjuefni og staða krónunnar verið veik. Forsætisráðherra segir framtíðina þó bjarta í íslensku efnahagslífi.

Hann segir að þó svo að nú sé ójafnvægi í þjóðarbúskapnum vegna verðbólgu og viðskiptahalla þá leiti hvort tveggja núna jafnvægis. Því sé að vænta verðbólgukúfs í smátíma en síðan séu horfurnar bjartar. Geir á von á að verðbólgumarkmiðu Seðlabankans verði náð um mitt næsta ár og viðskiptahallinn gangi hratt niður. Þá verði hagvöxturinn minni sem sé ágætt.

Geir segir að þegar jafnvægi verði náð sé mikilvægt að tryggja að hér sé öruggur hagvöxtur og efla gjaldeyrisöflun en einnig þurfi til átak meðal alþjóðasamfélagsins til að bæta eftirlitskerfið á alþjóða fjármálamarkaðinum svo menn lendi ekki í klónum á ósvífnum spákaupmönnum sem svífast einskis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×