Innlent

Vörubílstjórar gáfu pylsur en ætla að stöðva umferð á morgun

Vörubílstjórar gáfu fólki pylsur, gos og sælgæti og söfnuðu á annað þúsund undirskriftum gegn háu eldsneytisverði. Þeir boða frekari mótmæli í vikunni.

Vörubílstjórar hafa eins og kunnugt er stöðvað umferð á höfuðborgarsvæðinu og víðar að undanförnu í mótmælaskyni. Í dag var hins vegar ekkert slíkt upp á teningnum heldur buðu bílstjórar nú uppá pylsur, gos og sælgæti til að þakka almenningi stuðninginn.

Um leið söfnuðu þeir undirskriftum frá almenningi þar sem háu eldsneytisverði er mótmælt. Um 2000 undirskriftir söfnuðust í dag en bílstjórarnir munu halda áfram að safna undirskriftum sem þeir hyggjast afhenda fjármálaráðherra. Í næstu viku stendur svo til að taka upp fyrir háttu og stöðva umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×