Fótbolti

Kuranyi biðst afsökunar

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Kevin Kuranyi hjá þýska landsliðinu hefur beðið landsliðsþjálfarann Joachim Löw afsökunar á hegðun sinni um helgina þegar hann stormaði burt úr herbúðum liðsins.

Sagt er að Kuranyi hafi hringt í þjálfara sinn og beðið hann afsökunar, en Löw lýsti því yfir að framherjinn ætti ekki afturkvæmt í landsliðið eftir þessa hegðun. Þýska knattspyrnusambandið staðfesti að þeir hefðu rætt saman, en talið er víst að Löw muni standa fastur á ákvörðun sinni.




Tengdar fréttir

Löw velur Kuranyi ekki aftur

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur tilkynnt að hann muni ekki velja framherjann Kevin Kuranyi aftur í landsliðið svo lengi sem hann verður við stjórnvölinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×