Magnús Geir tekur við Borgarleikhúsinu 25. janúar 2008 13:06 Magnús Geir Þórðarson kveður Akureyri með söknuði en hlakkar til að takast á við nýtt starf sem Borgarleikhússtjóri. Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin." Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin."
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“