Magnús Geir tekur við Borgarleikhúsinu 25. janúar 2008 13:06 Magnús Geir Þórðarson kveður Akureyri með söknuði en hlakkar til að takast á við nýtt starf sem Borgarleikhússtjóri. Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin." Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Dóttir DeNiro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin."
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Dóttir DeNiro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira