Innlent

Tvær villur við Tjörnina til sölu

Suðurgata 35 er til sölu og kostar 110 milljónir.
Suðurgata 35 er til sölu og kostar 110 milljónir.

Tvö hús á besta stað í miðbænum eru komin á sölu hjá Eignamiðlun. Annað er á Tjarnargötu og hitt á Suðurgötu. Fermetraverðið á báðum húsum er yfir 400 þúsund krónur.

Húsið við Tjarnargötu 37 er 306 fermetra einbýlishús og samkvæmt upplýsingum hjá Eignamiðlun eru verðhugmyndir eigenda hússins um 150 milljónir. Samkvæmt því kostar fermetrinn um 500 þúsund krónur sem er mjög hátt verð á Íslandi.

Hitt húsið er Suðurgata 35. Það er 268 fermetra og hefur verið mikið endurnýjað bæði að innan og utan. Ásett verð er 110 milljónir.

Töluverður samdráttur hefur verið á fasteignamarkaði að undanförnu en Ingólfur Gissurarson, fasteignasali á Valhöll, sagði það óvíst hvort það hefði áhrif á þessi tvö hús. "Þessi tímabundni samdráttur getur haft áhrif en það er alls ekki víst. Kaupendahópur fyrir hús í þessum verðflokki hefur alltaf verið takamarkaður en þetta hverfi er vinsælt. Staðan á markaði í dag þýðir kannski að það tekur einhverjar vikur að selja húsin í stað viku áður," segir Grétar.

Hákon Jónsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar Vísir ræddi við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×