Innlent

Ekki lengur hægt að berja fyllibyttur

Veitingamaður í miðborg Reykjavíkur segir steranotkun vera aukið vandamál í miðbænum um helgar.

Veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Kristján Jónsson voru gestir í Mannamáli Sigmundar Ernis í gærkvöld. Þar ræddu þeir ástandið í miðbænum um helgar. Í þættinum sagði Kormákur steranotkun farna að skapa aukið vandamál.

„Allir þessir menn eru orðnir svo sterkir. Það er ekki hægt að berja fyllibyttur lengur, þeir eru orðnir svo hraustir. Það skapast hrikalegt ástand þegar hausinn er farinn en vöðvarnir komnir. Þá verðir svolítið erfitt að vera veitingamaður," segir Kormákur. Hann segist hafa heyrt meira og meira af steranotkun í skemmtanalífinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×