Innlent

Illa kalinn eftir að hafa lent í blindbyl við Kárahnjúka

Karlmaður við Kárahnjúka var hætt kominn þegar hann lenti í blindbyl og varð að grafa sig í fönn. Hann liggur nú á sjúkrahúsinu á Akureyri, illa kalinn á báðum höndum.

Þar var í fyrrakvöld sem starfsmaður við Kárahnjúkavirkjun hugðist fara á milli húsa. Blindbylur brast á og sá maðurinn ekki annan kost en grafa sig í fönn.

Þar hafist hann við í nokkurn tíma og fannst hann þegar félagar hans fóru að leita. Hann var í kjölfarið sendur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri en þangað kom hann í gær.

Að sögn Þorvaldar Ingvarsonar, lækningarforstjóra á FSA, heilsast sjúklingnum eftir atvikum vel. Hann er þó illa kalinn á báðum höndum eftir veruna undir snjónum.

Þá var maðurinn, sem er um fimmtugt, orðinn mjög þrekaður og kaldur og er ljóst að ekki mátti miklu muna að mjög illa færi. Þorvaldur segir alltaf einhver dæmi um það á hverju ári að sjúklingar komi inn með kalsár en hitt er á okkar tímum orðið afar fátítt að fólk þurfi að grafa sig í fönn til að bjarga lífi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×