Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Framsóknar segir að Samfylkingin sé ekki að ná neinum árangri með tali sínu um evruna.
Þau Valgerður og Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar ræddu um Evrópumálin í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Fyrir utan að Valgerður telur Samfylkingu ekki vera að ná árangri í tali sínu um evruna, segir hún Samfylkingu vera bara að ergja Sjálfstæðismenn með þessu evrutali.
Hægt er að hlusta á spjallið á slóðinni: http://www.bylgjan.is/?PageID=1857