Innlent

Hálka víða á landinu og verið að moka vegi á Norðurlandi

MYNDÁsgrímur

Hálka og hálkublettir eru víða á Suðurlandi, þó aðallega í uppsveitum. Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á öllum aðalleiðum. Hálka er á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka og éljagangur á suðurfjörðum og snjóþekja í Ísafjarðardjúpi. Þá er víða snjóþekja, hálka, snjókoma og éljagangur á Norður- og Norðausturlandi. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði. Hálka og skafrenningur er í Vatnsskarði og Langadal. Mokstur stendur yfir á öllum helstu leiðum.

Á Austurlandi stendur yfir mokstur á helstu leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×