Enski boltinn

West Ham vann Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valon Behrami fagnar marki sínu í dag.
Valon Behrami fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
West Ham vann góðan útisigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag þökk sé marki Valon Behrami.

Þetta var fyrsta mark Behrami fyrir West Ham en skot hans að marki Sunderland breytti um stefnu á Kenwyne Jones og þaðan í markið.

En leikmenn Sunderland töldu sig átt að hafa fengið minnst tvær vítaspyrnur þegar að bæði Jones og Djibil Cisse féllu í teig West Ham.

Þá komst Behrami nálægt því að skora öðru sinni en skot hans hafnaði í stönginni af stuttu færi.

Þetta var fyrsti sigur West Ham í undanförnum átta leikjum og því afar kærkominn fyrir Gianfranco Zola, stjóra West Ham.

West Ham er í þrettánda sæti deildarinnar með sutján stig en Sunderland í því sextánda með fimmtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×