Holberg-verðlaun veitt 29. nóvember 2008 06:00 Frederic R. Jameson Á miðvikudag voru Holberg-verðlaunin veitt í Osló. Bandaríski bókmenntafræðingurinn Fredric R. Jameson þáði viðurkenninguna og 4,5 milljónir norskra króna fyrir að hafa dregið menningarfræði inn í sögulegt samhengi. Jameson er 74 ára og starfar enn sem prófessor við Duke-háskólann vestanhafs. Hann hefur kennt við Harvard, Yale og Kaliforníu-háskóla. Verk hans frá 1991 „Postmodernism, or, the Cultural Logic of Late Capitalism“ er talin helsta ástæða verðlaunanna. Holberg-verðlaunin voru sett á stofn 2003 af norska Stórþinginu og voru nú veitt í fimmta sinn fyrir framlag til húmanískra fræða, félagsvísinda og trúfræði. Þeim er ætlað að minna á norska skáldið og fjölfræðinginn Lúðvík Holberg sem starfaði lengst af í Kaupmannahöfn en hann var uppi frá 1684 til 1754. Til hliðar við verðlaunin er veitt sérstök viðurkenning kennd við söguhetju Holbergs, Nikulás Klím, og að þessu sinni fékk þau Anne Birgitte Pessi, en þau eru ætluð afrekum fólks undir 35 ára aldri. Jameson hefur verið áhrifamikill kennimaður í menningar- og bókmenntafræðum. Hann er marxisti en hefur sótt óhræddur inn á ólík og áður vankönnuð svið byggingarlistar, kvikmynda og sjónvarps, fagurfræði og sagnfræði. Hann er vel kunnur hér á landi af skrifum sínum.- pbb Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á miðvikudag voru Holberg-verðlaunin veitt í Osló. Bandaríski bókmenntafræðingurinn Fredric R. Jameson þáði viðurkenninguna og 4,5 milljónir norskra króna fyrir að hafa dregið menningarfræði inn í sögulegt samhengi. Jameson er 74 ára og starfar enn sem prófessor við Duke-háskólann vestanhafs. Hann hefur kennt við Harvard, Yale og Kaliforníu-háskóla. Verk hans frá 1991 „Postmodernism, or, the Cultural Logic of Late Capitalism“ er talin helsta ástæða verðlaunanna. Holberg-verðlaunin voru sett á stofn 2003 af norska Stórþinginu og voru nú veitt í fimmta sinn fyrir framlag til húmanískra fræða, félagsvísinda og trúfræði. Þeim er ætlað að minna á norska skáldið og fjölfræðinginn Lúðvík Holberg sem starfaði lengst af í Kaupmannahöfn en hann var uppi frá 1684 til 1754. Til hliðar við verðlaunin er veitt sérstök viðurkenning kennd við söguhetju Holbergs, Nikulás Klím, og að þessu sinni fékk þau Anne Birgitte Pessi, en þau eru ætluð afrekum fólks undir 35 ára aldri. Jameson hefur verið áhrifamikill kennimaður í menningar- og bókmenntafræðum. Hann er marxisti en hefur sótt óhræddur inn á ólík og áður vankönnuð svið byggingarlistar, kvikmynda og sjónvarps, fagurfræði og sagnfræði. Hann er vel kunnur hér á landi af skrifum sínum.- pbb
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira