Enski boltinn

Scholes missir úr 6-8 vikur

AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist óttast að miðjumaðurinn Paul Scholes muni verða frá keppni næstu 6-8 vikurnar. Scholes var borinn af velli í leik United gegn Álaborg í Meistaradeildinni í gær og er með skaddað liðband í hné.

"Það er erfitt að segja nákvæmlega til um eðli meiðslanna á þessari stundu en okkur sýnist sem hann verði frá keppni næstu sex til átta vikurnar," sagði Ferguson.

Wayne Rooney var einnig skipt af velli í gær eftir að hann meiddist á ökkla og er hann tæpur fyrir leikinn gegn Blackburn á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×