Fótbolti

Eggert skoraði í sigri Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór í leik með Hearts. Mynd/SNS

Eggert Gunnþór Jónsson skoraði eitt marka Hearts í 3-2 sigri liðsins á St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Ryan McCay kom St. Mirren yfir í leiknum á 20. mínútu en Eggert jafnaði metin fyrir Hearts átta mínútum síðar. Skot hans hafði viðkomu í varnarmanni St. Mirren og hafnaði í netinu.

Gary Glen kom Hearts yfir á 42. mínútu en Gary Mason jafnaði metin á 78. mínútu. Það var svo Laryea Kingston sem tryggði Hearts sigurinn á 81. mínútu.

Þetta var fyrsta mark Eggerts í skosku úrvalsdeildinni í vetur en hann átti þátt í marki Hearts fyrr í vetur en það mark var skráð sem sjálfsmark andstæðingsins.

Hearts er nú í sjötta sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en St. Mirren í því ellefta með 33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×