Fótbolti

U21-liðið tapaði fyrir Kýpur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lúkas Kostic (til hægri) þjálfari U-21 landsliðsins og Magnús Gylfason, aðstoðarmaður hans.
Lúkas Kostic (til hægri) þjálfari U-21 landsliðsins og Magnús Gylfason, aðstoðarmaður hans. Mynd/E. Stefán

Íslenska U-21 liðið tapaði öðru sinni fyrir Kýpur í undankeppni EM U-21 landsliða sem fer fram á næsta ári.

Kýpur vann leikinn í dag, 2-0, en liðið vann einnig íslensku strákana í fyrri leik liðanna í Grindavík, 1-0.

Eru þetta einu stig Kýpverja í riðlinum en bæði lið eru með sex stig að loknum jafn mörgum leikjum.

Austurríki er í efsta sæti riðilsins með fjórtán stig, þá Slóvakía með átta og Belgar eru á botninum með fjögur stig en eiga leik til góða - rétt eins og Slóvakar.

Íslendingar byrjuðu betur í leiknum í dag en Arnór Smárason átti skot í stöng ásamt því að Birkir Bjarnason komst einn gegn markverði Kýpverja en lét verja frá sér.

Staðan var markalaus í hálfleik en Kýpverjar skoruðu bæði mörk sín á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Fyrst úr vítaspyrnu á 56. mínútu og tveimur mínútum síðar skoruðu heimamenn eftir hornspyrnu.

Íslensku strákarnir freistuðu þess að minnka muninn en allt kom fyrir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×