Innlent

Foreldrar fylgist með börnum í verslunum

Framkvæmdastjóri Forvarnarhússins segir mestu hættuna á slysum í rúllustigum skapast þegar foreldrar skilji börn sín eftir án eftirlits í verslunum.

Í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að forráðamenn Rúmfatalagersins á Akureyri hefðu komið fyrir neti neðan við rúllustiga verslunarinnar eftir að fjögurra ára gömul stúlka fór yfir handrið og féll sex metra niður á steinsteypt gólf.

Stúlkan slasaðist ekki alvarlega og þótt Vinnueftirlitið hafi gefið grænt ljós á rúllustigann sáu forráðamenn verslunarinnar ástæðu til að grípa til aukinna öryggisráðstafanna. Herdís L. Storgaard hjá Sjóvá Forvarnarhúsi telur þó ekki nóg að gert til að tryggja öryggi barna.

Herdís tekur þó fram að stiginn í versluninni uppfylli alla þá staðla sem gerðir eru til rúllustiga hér á landi. Hún segir að almennt séu verslunareigendur mjög vakandi í þessum málum en stærsta vandamálið sé þegar foreldrar hleypi börnum sínum lausum inn í verslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×