Innlent

Laugavegshúsin verði friðuð

Húsafriðunarnefnd Ríkisins hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, að húsin við Laugaveg 4 - 6 verði friðuð. Nikulás segir að það sé mat nefndarinnar að fyrirhugaðar nýbyggingar á reitnum rýri varðveislugildi Laugavegar 2 og séu auk þess ekki í takt við þá götumynd sem þessi hús eru mikilvægir hlekkir í.

Hann segir einnig að húsin sjálf hafi nokkuð varðveislugildi ekki síst í ljósi þess að annað þeirra er annað elsta verslunarhús borgarinnar.

Jóhannes Sigurðsson hjá Kaupangi, en fyrirtækið hugðist reisa hótel á reitnum, segist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu.

Samþykkt Húsafriðunarnefndar má lesa hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×