Innlent

Á eina af merkustu uppgötvunum ársins

MYND/Anton

Dr. Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, á eina af uppgötvunum síðasta árs að mati hins virta vísindatímarits Science Magazine.

Yngvi var einn þeirra vísindamanna sem komst að hinni fullkomna leið til þess að spila damm án þess að geta tapað. Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að Yngvi sé einn aðalhöfunda greinar um málið sem birtist í Science Magazine síðastliðið sumar en uppgötvunin er að mati blaðsins sú tíunda merkasta á síðasta ári.

Á meðal merkra uppgötvana í sætunum fyrir ofan eru erfðamengjagreining, tímaflakk og geimgeislar. Þess má enn fremur geta að Yngvi varð heimsmeistari í gervigreind í fyrrasumar ásamt Hilmari Finnssyni, meistaranema í tölvunarfræðum við Háskólann í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×