Enski boltinn

Stuðningsmenn Luton hræktu á Carragher

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool.
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að stuðningsmenn Luton hafi hrækt á Jamie Carragher og kastað bjór yfir hann.

Carragher var myndaður þar sem hann klifraði upp á vegg og reifst við stuðningsmenn Luton. Hvorki enska knattspyrnusambandinu né lögreglu hafa borist kvartanir vegna þessa.

Talsmaður Luton sagði að málið væri í rannsókn og gat hvorki játað því né neitað að atvikið hafi átt sér stað.

Liðin skildu jöfn í ensku bikarkeppninni um helgina og mætast af þeim sökum aftur í næstu viku, í þetta sinn á heimavelli Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×