Innlent

Allt á huldu um bruna síðustu daga

Breki Logason skrifar
Slökkviliðið hefurf haft í nógu að snúast síðustu daga.
Slökkviliðið hefurf haft í nógu að snúast síðustu daga.

Grunur leikur á að kviknaði hafi í út frá kertum í íbúð við Tungusel í gærnótt. Rannsókn er þó ekki lokið en margt bendir til þess að það hafi kviknað í út frá kertunum.

Í brunanum lést 45 ára karlmaður, Hilmar Ragnarsson, eftir að hafa bjargað konu og tveimur börnum hennar úr brunanum.

Á sunnudaginn kom síðan upp eldur í íbúð við Neshaga í vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er margt sem bendir til þess að kveikt hafi verið í íbúðinni sem var mannlaus. Húsráðendur sem eru útlendingar voru erlendis en kveikt var í sömu íbúð fyrir rúmu ári síðan. Það mál er enn óleyst.

Síðan kom eldur upp í Jórufelli í Breiðholti nú í dag en þar leikur grunur á að kveikt hafi verið í geymslu á neðstu hæð hússins. Lögreglan hafði ekki fengið það mál inn á borð til sín og því er enginn grunaður um þá íkveikju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×