Enski boltinn

Benítez: Of snemmt að fagna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rafael Benítez á æfingu.
Rafael Benítez á æfingu.

„Ég mun ekki fagna fyrr en munurinn er orðin 20 stig," segir Rafael Benítz, knattspyrnustjóri Liverpool, sem biður stuðningsmenn félagsins um að fagna ekki of fljótt. Liverpool er átta stigum á undan erkifjendunum í Manchester United.

Benítez segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að liðið sé líka í baráttu við Chelsea og Arsenal. „Ef þú eyðir of miklum tíma með reiknivélina og ert að spá í hvað hin liðin eru að gera þá verðurðu bara klikkaður," segir Benítez.

Liverpool er við hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en þeir bláu hafa betri markatölu. „Við erum að spila vel og skorum mörk en það má samt enn bæta ýmislegt," segir Benítez. Þá opinberaði hann það í dag að fyrirliðinn Steven Gerrard þyrfti á hvíld að halda enda leikjaálagið búið að vera mikið hjá honum. Benítez hyggst leita leiða til að hvíla hann í næstu leikjum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×