Enski boltinn

Rooney: 100. markið aukaatriði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney klappar áhorfendum lof í lófa um helgina.
Wayne Rooney klappar áhorfendum lof í lófa um helgina. Nyhedsavisen/Martin Sylvest

Wayne Rooney segir að það hafi verið mun mikilvægara að Manchester United vann grannaslaginn gegn City um helgina frekar en að skora sitt 100. mark á ferlinum.

United vann City, 1-0, með marki Rooney sem um leið skoraði þar með sitt 100. mark fyrir Manchester United og áður Everton.

„Ég var ekkert að hugsa um að þetta hafi verið mitt 100. mark á ferlinum," sagði Rooney. „Það skipti meira máli að við náðum að vinna City á útivelli. Ég var auðvitað afar ánægður með að hafa skorað sigurmarkið í leiknum."

„En ég er vitaskuld líka ánægður með að hafa náð þessum áfanga. Ég ætla mér að skora fleiri mörk í framtíðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×