Enski boltinn

Wenger: Gallas á sér framtíð hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að William Gallas ætti sér framtíð hjá félaginu þrátt fyrir þau ummæli sem hann lét falla í vikunni.

Gallas sakaði félaga sína um hugleysi og einn ónafngreindan leikmann um slæma framkomu inn á vellinum. Gallas var ekki í liði Arsenal sem tapaði í dag fyrir Manchester City á útivelli, 3-0.

„Auðvitað á hann sér framtíð hjá félaginu en því minna sem við ræðum þetta mál núna þeim mun betra," sagði Wenger eftir leikinn. „Við getum skipt um fyrirliða án þess að gera hápólitískt mál úr þessu öllu saman."

„En annars mun ég ekki ræða um William Gallas í viðtali strax eftir leik. Hann spilaði ekki í dag og átti því engan þátt í þessum leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×