Enski boltinn

Bale næstur á innkaupalista Liverpool?

Gareth Bale er vaxandi leikmaður
Gareth Bale er vaxandi leikmaður NordicPhotos/GettyImages

Breskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Liverpool muni gera kauptilboð í Gareth Bale hjá Tottenham í janúar.

Bale, sem er fyrirliði Wales þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall, hefur þótt einn af ljósu punktunum í annars ömurlegri byrjun Tottenham í vetur.

The Sun segir þannig að Liverpool sé að undirbúa 15 milljón punda tilboð í leikmanninn og honum verði ætlað að sinna hlutverki sem Fabio Aurelio hafi ekki náð að skila hjá þeim rauðu til þessa.

Stuðningsmenn Tottenham eru enn í sárum eftir að þeir Dimitar Berbatov og Robbie Keane hlupu frá borði í sumar, en ákvörðun þess síðarnefnda að fara til Liverpool er enn illa séð hjá stuðningsmönnum Tottenham.

Þeim er þó væntanlega einhver huggun í því að hann hafi enn ekki náð að skora fyrir þá rauðklæddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×