Fótbolti

Bjarni frá í 6-9 mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni er hér með Davíð bróður sínum, leikmanni FH.
Bjarni er hér með Davíð bróður sínum, leikmanni FH.

Bjarni Þór Viðarsson er að öllum líkindum með slitið krossband í hné og verður af þeim sökum frá í allt að 6-9 mánuði.

Bjarni meiddist í leik með varaliði FC Twente sem leikur í hollenska úrvalsdeildinni. Þangað kom hann nú í janúar frá Everton í Englandi.

Hann fór svo í myndatöku á hnénu í gær og niðurstöðurnar voru ekki góðar.

„Fremra krossbandið er líklega það mikið skaddað að ég þarf að fara í aðgerð og fá nýtt. Það er líka liðband slitið en það tekur ekki nema 6 vikur að jafna sig á því."

„Samkvæmt þessu þurfa að líða 6-9 mánuðir þar til ég verð kominn á fullt á ný. Þeir eru reyndar ekki fullvissir um meiðslin og vilja því bíða í þrjár vikur áður en aðgerðin fer fram. En ég finn það sjálfur að það er eitthvað mikið að í hnénu."

„Það þýðir auðvitað ekkert annað en að halda áfram og láta til sín taka þegar maður kemst aftur á fullt. Ég ætla mér líka að styrkja löppina svo þetta komi ekki fyrir aftur," sagði Bjarni.

Bróðir hans, Arnar Þór, er einnig á mála hjá FC Twente en hann hefur verið í láni hjá öðru liði í hollensku úrvalsdeildinni, De Graafschap, í vetur.


Tengdar fréttir

Tímabilið líklega búið hjá Bjarna

Allar líkur eru á því að Bjarni Þór Viðarsson geti ekki æft eða spilað meira með hollenska úrvalsdeildarliðinu Twente á tímabilinu vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×