Innlent

Rússar bjarga Íslendingum og lána seðlabankanum fé

MYND/AP

Rússar munu veita Seðlabanka Íslands lánafyrirgreiðslu sem nemur fjórum milljörðum evra, jafnvirði um 680 milljarða króna.

Þetta tilkynnti sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun. Fram kemur á vef Seðlabankans að lánið sé til þriggja til fjögurra ára og muni verða á bilinu 30-50 punktum yfir Libor-vöxtum.

Pútín forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun. Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf athugun á möguleikum á slíkri lánafyrirgreiðslu á miðju sumri. Sérfræðingar Seðlabanka og stjórnarráðsins munu halda til Moskvu mjög fljótlega.

Lánafyrirgreiðsla af þessu tagi mun treysta mjög gjaldeyrisforða Íslands og styrkja grundvöll íslensku krónunnar segir á vef Seðlabankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×